Flokkar: Lengra nám

Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.

Námið spannar 324 klukkustundir en 164 stundir eru með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun).  
Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námið er blanda af verklegu námi, fyrirlestrum og verkefnavinnu.

 

Námsgreinar

  • Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar
  • Fatlanir og þjónustuþörf
  • Erfðir og þroski
  • Mannréttindi og siðferði
  • Geðsjúkdómar og lyf
  • Lífstíll og heilsa
  • Samskipti og samvinna
  • Starfið og námið
  • Áföll og afleiðingar
  • Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk
  • Lokaverkefni
  • Starfsþjálfun

Nánari upplýsingar um námið er að finna í námskrá

 

Hæfniviðmið

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grunnatriðum í hugmyndafræði sem unnið er eftir í þjónustu við fatlað fólk.
  • Almennri þjónustu við fatlað fólk sem ríki, sveitarfélög og hagsmunasamtök veita.
  • Manneskjunni og þörfum hennar.
  • Skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk.
  • Starfsumhverfi, reglum og vinnuferlum á vinnustað.
  • Gagnlegum aðferðum í samskiptum.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita aðferðum sem henta mismunandi þörfum notenda þjónustunnar.
  • Vinna með öðrum við lausn vandamála.
  • Taka þátt í uppbyggilegum samskiptum.
  • Setja markmið í einkalífi og starfi.
  • Vinna sjálfstætt eftir skipulagi á vinnustað.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nýta góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar.
  • Greina og leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti.
  • Tileinka sér jákvætt viðmót.
  • Eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og notendur þjónustunnar.
  • Veita notendum viðeigandi þjónustu, aðstoð og leiðsögn.
  • Sýna trú á eigin getu.
  • Vera fær um að setja sig í spor þeirra sem búa við fötlun.
  • Auka faglega vitund sína og skilnings í starfi.
  • Stuðla að bættum lífsgæðum notenda þjónustunnar.

Inntökuskilyrði

18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. 

Tilhögun náms

Námið er kennt tvo daga í viku eftir hádegi. Þrír verkefnadagar verða á meðan náminu stendur, verða þeir auglýstir síðar.

Lengd náms

164 klukkustundir í kennslu. Námskráin er í heild 324 klukkustundir, þar af 164 með leiðbeinanda og 160 án leiðbeinanda.

Verð

72.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 16 eininga í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar

Líney Jóhannesdóttir, s. 581 1900liney@framvegis.is