Flokkar: Gott að vita

Brauðtertuskreytingar

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnþætti brauðtertugerðar, salat verður búið til og sagt frá ýmsum útfærslum sem hægt er að fara í salat- og brauðtertugerð og skreytingum. 

Sýnikennsla hvernig hægt er að skreyta hefðbundna rúllutertubrauðtertu á öðruvísi hátt með fallegum formum.

Þátttakendur spreyta sig í framhaldinu á að gera og skreyta rúllubrauðtertu með sínum hætti. Þátttakendur taka brauðtertuna með sér heim.  

Dagsetning:  Fimmtudagur 5. október

Kl. 17:00-19:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20

Leiðbeinandi: Hjördís Dögg Grímarsdóttir er kennari að mennt og eigandi baksturssíðunnar mömmur.is. Í fjölda ára hefur hún galdrað fram gómsætar kökur og kennt fólki að gera slíkt hið sama.   

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Frábært námskeið og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Takk fyrir mig og ég hvet ykkur til að bjóða þetta námskeið aftur. Bragðgott námskeið.

 

-

Meiriháttar skemmtilegt og leibeinandi lifandi og skemmtileg! Hún kenndi nýjungar í brauðtertugerð sem kom skemmtilega á óvart.

-