Náms – og starfsráðgjafar hjá Framvegis eru til staðar fyrir þig ef þú ert eldri en 18 ára og hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla.
Boðið er upp á einstaklingsviðtöl og er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst eða hringja í síma 5811900.
Við leggjum áherslu á að:
Ef áhugi er fyrir hendi á því sem einstaklingur gerir eru meiri líkur á vellíðan og velgengni á hvaða vettvangi sem er. Þetta á líka við um nám og störf. Það er því mikilvægt fyrir árangur og vellíðan í námi og starfi að velja sér vettvang sem fellur að áhugasviði hvers og eins. Það getur reynst flókið að tengja áhugamál við nám og störf en þar geta áhugakannanir og náms- og starfsráðgjafar komið að gagni. Framvegis býður upp á Bendil IV áhugasviðskönnun en hún er sérstaklega hönnuð fyrir fólk á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjafar Framvegis leggja könnunina fyrir og lesa úr niðurstöðum með einstaklingum. Náms- og starfsráðgjafar eru Helga Tryggvadóttir og Ingibjörg Kristinsdóttir.