Smellið á myndina fyrir upptöku af kynningarfundi:
Þannig er í raunfærnimati metin sú færni og þekking sem þú býrð yfir. Færni má ná með ýmsum hætti til dæmis í gegnum starfsreynslu, starfsnám, frístundir og nám. Þetta getur verið bæði formlegt nám, sem fram fer innan skólakerfisins og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins, t.d. í starfi. Raunfærnimat er mat á þeirri raunfærni sem viðkomandi hefur og eðlilegt að meta hana óháð því hvernig hennar hefur verið aflað.
Raunfærnimatið er óháð búsetu þátttakenda og fer fram rafrænt að miklu leyti.
Hægt er að skrá sig í raunfærnimat sem hefst í janúar 2025 með því að smella hér: Skráning vor 2025
Kynningarfundur á netinu miðvikudaginn 8 janúar kl.11.30.
Skimunarviðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa verða í janúar.
Sjálfsmatsfundur - færnimappa.
Þátttakendur þurfa að skila eftirfarandi gögnum áður en kemur að sjálfsmatsfundum:
Fundirnir verður á netinu og velja þátttakendur á milli tveggja tímasetninga:
Fyrir fundina er gott að vera búin að finna til gögn og byrja að vinna færnimöppuna. Þú getur hlaðið niður möppunni með því að smella hér: Færnimappa
Sjálfsmatsfundur - matslisti. Fundirnir verða á netinu. Þátttakendur velja milli tveggja tímasetninga:
Matssamtöl.
Matssamtöl hefjast í febrúar.
Raunfærnimatinu lýkur með staðfestingu á metnum einingum og lokaviðtali.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Þátttakendur þurfa að uppfylla þrjú skilyrði:
Þau sem hafa meiri menntun, t.d. stúdentspróf, en uppfylla hin tvö skilyrðin greiða sjálf fyrir raunfærnimatið.
Hvað er verið að meta?
Sex áfangar á brautinni eru til mats. Þetta eru:
Kostnaður
Þau sem uppfylla skilyrðin þrjú: raunfærnimatið er þeim að kostnaðarlausu.
Þau sem ekki eru í markhópi framhaldsfræðslu (t.d. hafa útskrifast úr framhaldsskóla): 186.000 kr. grunngjald og 2.280 kr. hver eining sem er metin. Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir raunfærnimati og er áhugasömum bent á að athuga það hjá sínu félagi.
Ferlið í raunfærnimati - það sem þú þarft að gera
KYNNINGARMYNDBAND UM RAUNFÆRNIMAT Þátttakandi í raunfærnimati og náms- og starfsráðgjafi segja frá ferlinu.
Frekari upplýsingar veitir Helga náms- og starfsráðgjafi Framvegis í síma 581 1900 eða helga@framvegis.is