Ertu í vandræðum með að flétta barnið þitt? Er barnið í ballett eða dansi og þarf að mæta með snúð í hárinu?
Námskeið þar sem foreldrum, öfum, ömmum og öðrum sem þurfa aðstoð þegar kemur að viðfangsefninu verður kennt að flétta og að setja snúð í hár á einfaldan hátt.
Sýnd verður einföld tækni við að flétta og setja snúð í hárið ásamt því að fara yfir umhirðu hársins hjá börnum og hvernig má losna við skán úr hársverðinum en skán getur verið þrálát í hársverði barna.
Heiðdís verður með sýnikennslu og síðan spreyta sig allir á sínu barni og Heiðdís leiðbeinir.
Þið komið með barnið með ykkur, hámark er 15 börn og foreldrar eða forráðamenn þeirra, ekki fleiri en tveir með hverju barni (ein skráning er því einn til tveir fullorðnir og eitt barn).
Öll þurfa að koma með einn hárbursta og eina greiðu. Teygjur, spennur og annað sem þarf fyrir hnúta í hárið verður á svæðinu.
Dagsetning: Laugardagur 2. mars
Kl. 14:00-15:30
Lengd: 1,5 klst.
Staður: Framvegis, Borgartún 20.
Leiðbeinandi: Heiðdís Einarsdóttir, hársnyrtimeistari. Heiðdís hefur yfir 30 ára reynslu sem hársnyrtimeistari og hefur viðað að sér mikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að umhirðu hárs.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.