Meginmarkmið námskeiðsins er að auka þekkingu á flogaveiki, viðbrögð við flogum, þekkja einkenni og hvernig flogaveiki hefur áhrif
á daglegt líf fólks. Jafnframt verður farið sérstaklega í flogaveiki hjá börnum. Umfjöllun um hvað flogaveiki er, tegundir floga og helstu viðbrögð við ólíkum tegundum floga, aukaverkanir lyfja, ofverndun, flogakveikjur og sálfélagsleg áhrif flogaveikinnar. Fjallað verður um áhrif flogaveikinnar sem eru margvísleg á daglegt líf fólks, ekki einvörðungu líkamleg heldur einnig tilfinningaleg og félagsleg.
Kennslan verður á formi fyrirlestra, stuttra myndbanda og umræðna.
Leiðbeinendur: Brynhildur Arthúrsdóttir MA í félagsráðgjöf – formaður LAUF félags flogaveikra og
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur - sérfræðingur í barnahjúkrun.
Tími: 21. febrúar
Kl: 17:00 - 22:00
Punktar: 6 punktar / kennslustundir
Verð: 18.150 kr.