Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um efni og áhöld sem notuð eru við fluguhnýtingar. Auk þess munu þátttakendur hnýta helstu silungapúpur, straumflugur, einnig verður aðeins farið í laxaflugur. Þátttakendur fá allan búnað og efni sem þarf á staðnum. Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum grunninnn í fluguhnýtingum og að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með 10-12 flugur.
Þátttakendur fá allan búnað og efni sem þarf á staðnum, en við hvetjum fólk til að mæta með eigin búnað ef það á hann.
Dagsetning: Mánudagur til miðvikudags 18., 19. og 20. mars
Kl. 19:00-21:00
Lengd: 6 klst
Staður: Skrifstofa SVFR (Stangaveiðifélag Reykjavíkur) á Suðurlandsbraut 54, 2 hæð.
Leiðbeinandi: Hjörleifur Steinarsson. Hann hefur hnýtt flugur í yfir 30 ár og kennt á námskeiðum í yfir 11 ár, starfað sem veiðileiðsögumaður í mörg ár og við sölu á veiðibúnaði.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.