Í erindinu verður fjallað á léttan og skiljanlegan hátt um kolefnisspor einstaklinga og fjölskyldna og rætt um leiðir til að
kolefnisjafna þá losun sem ekki tekst að koma í veg fyrir. Rætt verður um helstu kosti og veikleika þeirra aðferða til kolefnisjöfnunar sem almenningi standa til boða og reynt að komast að niðurstöðu um það hvaða leiðir séu bestar eins og staðan er í dag.
Stefán Gíslason er umhverfisstjórnunarfræðingur sem veitt hefur ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun í tæpan aldarfjórðung, lengst af undir merkjum eigin fyrirtækis, Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, eða Environice. Stefán hefur haldið fjöldann allan af fyrirlestrum og námskeiðum um þessi mál og kappkostað að staðsetja sig í „sprungunni sem oft vill myndast á milli vísindamanna og almennings“, svo vitnað sé í orð hans sjálfs. Hann er einnig tíður gestur í fjölmiðlum þegar umhverfismál ber á góma. Dags daglega fer stærstur hluti af tíma hans í ráðgjöf til sveitarfélaga og ríkisstofnana um úrgangsmál, loftslagsmál og sitthvað fleira. Stefán er uppalinn á Ströndum, búsettur á Hvanneyri, á konu, þrjú uppkomin börn og eitt barnabarn. Flestum frístundum sínum ver hann í hlaup og skrif sem tengjast hlaupum.
Dagsetning: Þriðjudagur 28. febrúar
kl. 20:00-21:30
Lengd: 1,5 klst.
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.