Flokkar: Gott að vita

Fjármál barna og unglinga - netnámskeið

Gagnlegt námskeið fyrir foreldra um fjárhagslegt uppeldi 7-18 ára barna.

Slæmir siðir og freistingar dynja á börnunum okkar úr öllum áttum. Því er mikilvægt að grípa snemma inn í og temja þeim heilbrigt viðhorf til fjármuna sinna og annarra. Á námskeiðinu er farið yfir það sem mikilvægast er að börn tileinki sér og hvernig þau geta, með aðstoð foreldra sinna, sett sér spennandi fjárhagsleg markmið.

Sérstök áhersla verður lögð á hvernig foreldrar geta rætt þessi mál við börnin sín með sem skilvirkustum hætti og hvernig samskiptin breytast eftir því sem börnin eldast.

Tími: Mánudagur 10. mars, kl. 17:00-19:00.

Staður: Netviðburður, Teams

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Björn hefur áralanga reynslu af fjármálafræðslu á öllum skólastigum. Hann útskýrir einföld lögmál um peninga með einföldum, skemmtilegum og lifandi hætti. Björn Berg | fjármálaráðgjöf (bjornberg.is)

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Frábært námskeið og kennarinn mjög góður

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -

Mjög upplýsandi námskeið. Frábær fyrirlesari með allt sitt á hreinu!

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -