Má bjóða þér að prófa sjóbað?
Þetta námskeið er fyrir öll sem hafa áhuga á að afla upplýsinga um sjóböð og að rannsaka hvað sjóböðin geta gert fyrir líkama og líðan.
Námskeiðið er þrjú skipti. Byrjað er á fræðslu um sjóböð og kuldaþjálfun þar sem farið verður yfir allt það sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi sjóböð í köldum sjó. Þá verða tvö skipti þar sem farið verður í sjóbað í Nauthólsvík. Athugið að hægt er að mæta á fræðsluna án þess að skuldbinda sig til að fara í sjóböðin.
Þegar við stundum sjóböðin sýnum við okkur mildi, æfum okkur að hlusta á líkamann, hlustum á andlega líðan og gerum aðeins eins mikið og okkur langar sjálf til hverju sinni. Allt þetta fer fram með leik og gleði að leiðarljósi. Þátttakendur verða studdir í að taka því rólega og passa vel að fara ekki yfir eigin mörk. Þetta verður léttur og skemmtilegur leikur. Eina sem þátttakendur þurfa að gera er að koma sér á svæðið og í sundfötin. Hitta leiðbeinendur í fjörunni og þær sjáum um rest.
Tvennt mun mjög líklega gerast, þú ferð út fyrir þægindahringinn og þú verður Glaðari.
Útbúnaður:
Tímasetningar: Mánudagur 30. september í Framvegis kl.17:00-19:00 og í Nauthólsvík fimmtudagur 3. og mánudagur 7. október kl.18:00-19:00.
Leiðbeinendur: Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi IIN og Guðrún Tinna Thorlacius sem er þroskaþálfi, hómópati og ACC vottaður markþjálfi. Þær hafa báðar stunda sjóböð til fjölda ára og rekið Glaðari þú sjóbaðsleikjanámskeiðin undanfarin 4 ár.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.