Flokkar: Gott að vita

Golf - tvö eins námskeið

Golfnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast þessu skemmtilega sporti og læra réttu tökin. Tvö námskeið í boði.
Golfnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast þessu skemmtilega sporti og læra réttu tökin. Í fyrsta tímanum verða grunnatriði golfsveiflunnar kynnt, farið yfir búnað og annað sem skiptir máli. Í framhaldinu verður unnið nánar með grunnatriðin og stutta spilinu bætt við, vipp og pútt. Þetta námskeið hentar fyrir byrjendur og einnig þá sem eru aðeins komnir af stað í íþróttinni en vilja skerpa á grunnatriðunum. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með golfsett á námskeiðið og nota sín boltakort (sem er hægt að kaupa á staðnum).

Athugið að boðið er upp á tvo hópa á sömu dögum en sitt hvorum tímanum.

Tími: Dagsetningar liggja ekki endanlega fyrir en hefst líklega 31.mars.

Námskeið 1 kl. 17:00-18:00

Námskeið 2 kl. 18:00-19:00

Staður: Hraunkot, Golfklúbburinn Keilir, Hafnarfirði

Leiðbeinandi: Andrea Ásgrímsdóttir PGA golfkennari

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Þetta var alveg frábært námskeið og Andrea setti líka gleði og bros inní kennsluna.

-

Hún Andrea er dásamleg og frábær kennari.

 

-