Hin geysivinsælu konfektnámskeið eru enn og aftur í boði!
Hver og einn þátttakandi býr til sitt eigið konfekt undir leiðsögn Halldórs. Þátttakendur læra að tempra bæði dökkt og ljóst súkkulaði (mjólkursúkkulaði). Innifalið er kennsla og afrakstur kvöldsins. Bendum fólki á að taka með sér ílát til að taka konfektið með sér heim. Tilvalið að læra að útbúa sitt eigið konfekt fyrir jólinn.
Tvö eins námskeið 3. desember:
Staðsetning: Gala veislusalur, Smiðjuvegur 1, Kópavogi.
Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í fjölda ára kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.
Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.