Flokkar: Gott að vita

Kyrrðargöngunámskeið / hæglætisgöngunámskeið

Aftur bjóðum við upp á hinar vinsælu kyrrðargöngur eða hæglætisgöngur þar sem gengið verður um náttúruperlur.

Hvar finnst þér gott að ganga? Oft göngum við okkar vanabundna hring í okkar vanabundna göngutakti eða strunsum til að koma blóðinu á hreyfingu og komast yfir sem mesta vegalengd á sem stystum tíma. Sem er frábært! En hvað gerist ef við hægjum á? Á þessu námskeiði verður farið í leiddar kyrrðargöngur eða hæglætisgöngur í þremur ólíkum náttúruperlum þar sem gengið verður með vatni, skógi og hafi. Gengið verður að hluta til í þögn.

Fyrir hverja göngu verður fræðsla um áhrif náttúru á jákvæða heilsu; vellíðan, endurheimt og streitulosun. 

Hver tími hefst á fræðslu og svo er ekið í 5-10 mínútur að gönguleiðum.

Tími: Liggur ekki endanlega fyrir, en verður með vorinu 

Staður: Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, Hafnarfirði.

Leiðbeinendur: Eigendur fræðslufyrirtækisins Saga Story House hafa áralanga reynslu af náttúrumeðferð. Þær hafa undanfarin ár boðið upp á náttúrunámskeið við streitu allan ársins hring og hafa áralanga reynslu af að fara með hópa í kyrrðargöngur:

  • Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, yogakennararéttindi
  • Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, BA.-uppeldis- og menntunarfræðum, yogakennararéttindi

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Mæli með þessu námskeiði fyrir alla.

-

Þær sem voru með námskeiðið voru yndislegar og kærleiksríkar og það var alltaf gott að koma til þeirra. 

Það var jákvætt og eflandi og mjög góður hópur. Frábærir leiðbeinendur. Innilegar þakkir fyrir mig

-

Æðislegt námskeið - og þær yndislegar. Virkilega gagnlegt námskeið að tengjast náttúru og manni sjálfum.

Ætti að vera skyldunámskeið.

-