Flestir foreldrar kannast við þá klemmu að þurfa að vera „leiðinlega foreldrið“, sem bannar það sem „allir“ aðrir leyfa, setur mörk og gerir kröfur. Þetta er líklega ekki það hlutverk sem flest okkar sáu sig í þegar við ákváðum að eignast börn. Um leið og börn hafa öðlast frumskilning á tungumálinu, virðast óþægilega margar setningar foreldranna byrji á „Nei“ eða „Ekki“. En þessi orð kunna kannski að vera þau mikilvægustu sem foreldrar segja við börn sín.
Í þessum fjörlega fyrirlestri verður farið yfir það hvernig og hvers vegna foreldrar þurfa að sýna börnum og unglingum kærleiksríkan aga. Fjallað er um það hvernig börn þroskast og leita stöðugt að vísbendingum úr umhverfinu um hvað má og hvað má ekki – um hvað er gott og hvað er slæmt. Áherslan er samt fyrst og fremst á það hvað gerist innra með hinum fullorðna einstaklingi þar sem hann reynir að rækja uppeldishlutverkið.
Tími: Miðvikudagur 26. mars kl.18:00-21:00.
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 105 Reykjavík.
Leiðbeinandi: Ársæll Arnarsson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann stýrði stórum alþjóðlegum rannsóknum á heilsu og vellíðan barna og unglinga um áratugaskeið. Hann var áður prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess starfaði hann í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í áratug og á BUGL og sá um félagsstarf fyrir fatlaða unglinga í Hinu Húsinu. Hann hefur skrifað fjölda vísindagreina og haldið fyrirlestra hérlendis og erlendis um þetta málefni.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.