Matvælaframleiðsla er einn af stærstu einstöku losnurpóstunum á gróðurhúsalofttegundum.
Skiptir þar miklu máli hvað við veljum að borða, hvaðan það kemur, hvernig við geymum og göngum um matinn og síðast en ekki síst hvort við séum að sóa matnum okkar.
Á þessu námskeiði förum við yfir kosti þess að auka við grænmetisfæði og tvinna það við hefðbundið mataræði og hverning hægt er að nýta og nota afganga í nýjar krásir. Hvernig best er að geyma matvæli og hvað má frysta og hvernig.
Allir þátttakendur elda nokkra rétti sem við síðan borðum saman í lok námskeið
Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eitthvað sem hefur dagað upp í skápum, t.d þurrvöru og við notum það m.a. til að töfra fram nýjan mat.
Eins er fólk hvatt til að taka með sér svuntu, inniskó og dalla til að taka með smakk handa svöngu fólki sem bíður heima.
Tími: Fimmtudagur 20. mars, kl. 17.30-22.00 (í síðasta lagi).
Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík.
Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og kennari, hún rak grænmetisstaðinn Á næstu grösum um árabil og síðar veisluþjónustuna Culina. Dóra hefur verið með námskeiðahald í yfir 20 ár, oftast með áherslu á grænmetisfæði. Jafnframt kokkeríinu hefur hún verið að vekja athygli á matarsósun undanfarin ár og verið virk í umhverfismálum.
Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.