Fullt af gagnlegum upplýsingum fyrir þau sem langar að fræðast um Pólland eða eru að huga að ferð til þangað. Áhersla á menningu og sögu og hvað hefur mótað landið og þjóðina.
Námskeiðið verður á ensku með íslensku ívafi.
Tími: Miðvikudagar 26. febrúar, 5 og 12. mars, kl. 17:30-19:30.
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Katarina Sofia, sálfræðingur og markþjálfi. Hefur búið í 8 ár á Íslandi.
Þetta var virkilega skemmtilegt námskeið og fróðlegt, ég komst að því að ég vissi bókstaflega ekkert um Pólland áður. Nú er Pólland komið á ferðalistann, og merktir staðir sem má ekki missa af :) Katarina var mjög góður fræðandi. Vonandi verða fleiri svona námskeið, þau víkka sjóndeildarhring manns svo um munar
Þátttakandi á námskeiði um Pólland -