Sex vikna netnámskeið þar sem þátttakendur prjóna íslenska lopapeysu. Endurtekið vegna mikilla vinsælda.
Lærðu að prjóna íslensku lopapeysuna, á þínum hraða og þegar þér hentar. Þú færð skýra og góða kennslu frá Tinnu Laufdal textílkennara og fatahönnuði. Við prjónum saman alveg frá því að fitja upp til fullkláraðs stykkis. Þú færð aðgang að yfir 30 myndskeiðum sem þú spilar og stöðvar að vild. Við tölum svo saman í lokaða samfélaginu okkar þar sem þú getur fengið aðstoð og hvatningu svo þú sitjir aldrei föst/fastur. Ath. að það er heimavinna líka. Í lok námskeiðs verður þú búin/n að prjóna peysu á þig eða þína, jafnvel í gjöf, sem þú sjálf/ur prjónaðir! Lærum saman! Uppskriftin gefur bæði barna- og fullorðinsstærðir.
Hámark 10 þátttakendur.
Myndin sýnir peysuna sem verður prjónuð á námskeiðinu, en hægt er að hafa hana bæði með tveimur og þremur litum.
Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Tími: Þriðjudagar 4. mars til 8. apríl (þó ekki 18. mars og 1. apríl) kl.19:00-20:00.
Staður: Vefviðburður, Teams
Leiðbeinandi: Tinna Laufdal stofnandi Tiny Viking. Hún er menntaður textílkennari og fatahönnuður. Hefur prjónað frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.
Námskeiðin hjá Tinnu eru frábær og fá 10 í einkunn!
-
Hef ekki áður tekið þátt í svona fjarkennslu en fannst þetta ganga ótrúlega vel. Ég er mjög ánægð.
-