Við bjóðum aftur upp á þetta vinsæla örnámskeið þar sem kennd grundvallaratriði í samskiptum á spænsku. Þrjú skipti, 2 klst í senn.
Spænska er spennandi tungumál, einfaldara en margir halda og hægt að komast langt með smá innsýn í það. Á þessu örnámskeiði lærir þú grundvallaratriði í samskiptum svo sem að heilsa og kveðja og þakka fyrir þig; að komast á milli staða, spyrja til vegar og nota samgöngur; bjarga þér í búðum og veitingastöðum, getað spurt um vörur og skilið matseðilinn. Einnig verður kennt á einföld hjálpartæki til að lesa og tala, sem finna má í flestum snjallsímum.
Tími: Fimmtudagar 27 mars, 3. og 10. apríl, kl. 18:00- 20:00.
Staður: Borgartún 20, þriðja hæð í húsnæði Framvegis.
Leiðbeinandi: Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir, löggiltur skjalaþýðandi úr spænsku.