Flokkar: Gott að vita

Vellíðan barna - uppeldisráð sem virka!

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum til að auka vellíðan, hamingju og gleði. Fyrirlesturinn er byggður á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar og nýtist foreldrum ungra barna, unglinga og ungmenna.

Aðferðirnar hafa reynst börnum og unglingum vel til að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfsmyndina og jákvæða hugsun. Aðferðirnar gagnast öllum sem vilja auka trú á eigin getu, eiga erfitt með einbeitingu eða finna fyrir krefjandi tilfinningum meðal annars kvíða.

Leiðbeinendur: Hrafnhildur og Unnur eigendur Hugarfrelsis. Hugarfrelsi sem sérhæfir sig í vellíðan barna hefur haldið fjölbreytt námskeið og fyrirlestra þar sem kennt er að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Hugarfrelsi hefur einnig gefið út fjöldan allan af efni sem nýtist foreldrum, börnum, ungmennum og þeim sem starfa með börnum. Aðferðir Hugarfrelsis hafa verið innleiddar í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sjá nánar um starfsemi Hugarfrelsis á vefsíðu þeirra www.hugarfrelsi.is

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita