Fræðsla og umræður um viðhald fasteigna, meðal annars aðferðir og kostnað.
Farið verður yfir helstu þætti sem snúa að viðhaldi og framkvæmdum í fasteignum. Farið verður yfir hvað felst í áhrifaríku viðhaldi og rætt verður um aðferðir við viðhald sem og raunkostnað. Gert er ráð fyrir umræðum í lok kvölds og eru þáttakendur hvattir til að koma með spurningar um fasteignir sínar eða myndir af vandamálum.
Leiðbeinandi: Stefán Árni Jónsson er húsasmíðameistari og byggingariðnfræðingur sem hefur m.a. starfað við ástandsskoðanir fasteigna ásamt almennri húsasmíði.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.