Íslenska sem annað mál fyrir byrjendur, hæfniviðmið A1.1.
Lögð er áhersla á íslenska stafrófið, æfingar í að tala og tjá sig á íslensku og læra grunnorðaforða sem nýtist nemendum í samskiptum. Unnið verður með sjálfstraust og öryggi í tjáningu. Einföld málfræði er kynnt á hagnýtan hátt. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum kennsluaðferðum þar sem virkni nemenda og skapandi hugsun gegna lykilhlutverki í öruggu lærdómsumhverfi. Að loknu námi eiga þátttakendur í náminu að tekist á við einfaldar aðstæður og samtöl á íslensku.
Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.
Stöðumat verður í lok námskeiðs.
Lengd: 40 klst.
Verð: 55.700 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar: Hjá Katrínu katrin@framvegis.is eða í síma 581 1900.