Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska 1 (A1.1) og samfélagið. Fyrir Úkraínufólk. Staðnám.

Íslenska sem annað mál fyrir byrjendur.

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á talað mál og tjáningu á hagnýtan hátt í samskiptum. Fjallað verður um íslenskt samfélag og þekking aukin á helstu einkennum íslenskrar menningar. Lögð verður áhersla á að efla skilning þátttakenda á íslensku atvinnulífi og vinnuumhverfi. Einnig verður málefni líðandi stundar tekin fyrir og umfjöllun tengd við reynslu og áhugasvið þátttakenda.

Námskeiðið er lengra en hefðbundið námskeið (58 stundir í stað 40 stunda).

Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.

Lengd: 58 klst.

Verð: 55.700 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Tímabil: 28.apríl – 2.júlí 2025.

Dagar: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar

Hvenær: kl. 17:00-19:00.

Nánari upplýsingar: Hjá Katrínu katrin@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál