Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska 2 - Taumlaust tal (A1.2), fyrir Úkraínufólk

Íslenska sem annað mál 2 – Taumlaus tal, hæfniviðmið A1.2.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-1 eða sambærilegu grunnnámskeiði. Mest áhersla er á talað mál og hlustun, en þú lærir líka að skrifa einfaldar setningar, fylla út eyðublöð og skrifa stutt skilaboð.

Á námskeiðinu bæta þátttakendur við hæfni sína í að nota íslensku við hversdagslegar aðstæður. Til dæmis þegar þau:

  • fara í búðir
  • fara á veitinga- eða kaffihús
  • tala við vini
  • fara til læknis eða á sjúkrahús

Talað verður um frístundir og áhugamál og þátttakendur æfa sig í að tala um frítíma sinn, segja frá því sem þau hafa veirð að gera og það sem þau ætla að gera.

Málfræði verður kennd í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.

Í náminu verður stuðst við snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara.

Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.

Stöðumat verður í lok námskeiðs.

Forkröfur: Hafa lokið íslensku 1 eða búa yfir grunnkunnáttu í íslensku.

Lengd: 40 klst

Verð: 55.700 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Tímasetningar: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar frá kl. 19:20-21:30

Hvenær: 13.janúar -24.febrúar 2025.

Nánari upplýsingar: Hjá Katrínu katrin@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál