Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska 3 - Áfram veginn (A2.1), fyrir Úkraínufólk

Курс повний. Незабаром ми додамо більше курсів.
The course is full. We will be adding more courses soon.

 

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-2 eða sambærilegu námskeiði.

Á námskeiðinu bæta þátttakendur við hæfni sína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.

Til dæmis þegar þau:

- segja frá sjálfum sér, áhugamálum, fjölskyldu og fleiru

- eiga samtal um hluti tengda vinnu og heilsu

- tala í síma um einfalda hluti

-eiga í einföldum tölvupóstsamskiptum

Lögð verður áhersla á að efla samtalshæfni enn frekar. Um leið verður aukin áhersla lögð á ritun einfaldra texta og leit að upplýsingum í rituðum texta og fréttum.

Þátttakendur læra að fylgja einföldum leiðbeiningum t.d. leiðarlýsingum og leiðbeiningum varðandi vinnu.

Aðaláherslan er á að þjálfa færni í að takast á við dagleg verkefni og samskipti á íslensku.

Þátttakendur læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.

Í náminu nýta þátttakendur snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara

Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.

Stöðumat verður í lok námskeiðs.

Forkröfur: Hafa lokið íslensku 2 eða búa yfir sambærilegri hæfni.

Lengd: 40 klst.

Verð: 55.700 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Tímasetningar: Þriðjudagar og fimmtudagar frá kl. 19:20-21:30.

Hvenær: 14.janúar -20.mars 2025.

Nánari upplýsingar: Hjá Katrínu katrin@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál