Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska - Mömmumorgnar fyrir arabískumælandi

Fyrir byrjendur í íslensku sem annað mál.

Þátttakendur á námskeiðinu eru heimavinnandi arabísku mælandi mæður með ung börn. Nemendur læra íslenska stafrófið, framburð og grunnorðaforða. Áhersla verður lögð á tal og tjáningu, lestur og ritun einfaldra setninga. Einföld málfræði verður kynnt í gegnum íslenskunámið. Hér gefst mæðrum tækifæri til þess að eiga notalega stund með börnum sínum um leið og íslenskunámið á sér stað með færum kennurum. Kennsluaðferðir byggja á tali og tjáningu, sönglagatextum, hreyfingu og jóga.

Tímasetningar: Þriðjudagar, fimmtudagar og föstudagar frá kl.9:30-11:30.

Lengd: 40 klst.

Verð: 55.700 kr. Hægt er að sækja um styrki til stéttarfélaga.

Flokkar: Íslenska sem annað mál