Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Að auka vellíðan í lífi og starfi

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum (dyggðum), von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu og finnur leiðir til að skapa umhverfi þar sem einstaklingur nær að blómstra og lifa sínu besta lífi.

Á námskeiðinu verður farið í hvað rannsóknir á vellíðan einstaklinga hafa leitt í ljós og hvernig er hægt að mæla hana. Fjallað verður um leiðir til að auka vellíðan og mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sína en með því aukum við líkurnar á að við blómstrum og getum lifað okkar besta lífi. Fyrir námskeiðið taka þátttakendur VIA styrkleikaprófið.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 6 punktar
Verð: 21.000 kr.

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða