Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Áfall í starfi - fyrir sjúkraliða

Á námskeiðinu er fjallað um áföll í starfi, þegar einstaklingur upplifir einkenni áfalla eftir erfið og krefjandi verkefni. Hvaða áhrif það getur haft fyrir einstaklinginn, heilsufar hans og líðan og áhrif á daglega lífið. Annars stigs áfall eru streituviðbrögð sem koma fram þegar einstaklingur verður vitni að eða heyrir af einstaklingi sem lenti í áfalli, eins og slysi, ofbeldi, hamförum, var greindur með langvinnan og lífsógnandi sjúkdóm eða missti einhvern nákominn.

Leiðbeinandi: Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 6 punktar

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða