Á námskeiðinu fá þátttakendur þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði og stöðu einstaklinga sem hafa virkan vímuefnavanda.
Skaðaminnkandi hugmyndafræði hefur fyrst og fremst snúist um að lágmarka skaðann hjá þeim einstaklingum sem nota vímuefni í æð og stuðla að heilsu þeirra miðað við stöðu í hvert sinn. Fjallað verður um stöðu einstaklinga á Íslandi sem nota vímuefni í æð, þær hindranir sem þeir geta mætt innan heilbrigðiskerfisins og hvernig sé hægt að finna lausnir við þeim hindrunum. Fjallað verður um úrræði sem eru í boði og hvernig er hægt að koma málefnum þeirra í farveg. Lögð verður áhersla á virkt samtal við nemendur í gegnum námskeiðið.
Leiðbeinandi: Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Frú Ragnheiðar skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 6 punktar