Námskeiðið felur í sér kynningu á mismunandi blóðtökukerfum (Becton Dickinson, Vacuette, Sarstedt). Farið verður yfir grundvallaratriði við sýnatöku og rætt um mikilvægi réttrar glasaröðunar. Þá verða ýmsir áhættuþættir sem varða sýnatöku skoðaðir, svo sem afleiðing of langrar stösunar. Jafnframt verða orsakir rauðkornarofs skoðaðar og rætt um hvernig hægt sé að stuðla að betri niðurstöðu mælinga. Einnig verður farið yfir ýmsar upplýsingar sem finna má í Þjónustuhandbók Landspítala.
Leiðbeinendur: Erla Bragadóttir, Lífeindafræðingur og kennslustjóri á Rannsóknarkjarna LSH, Edda Ásgerður Skúladóttir, lífeindafræðingur á Rannsóknarkjarna LSH og Brynhildur Ósk Pétursdóttir, lífeindafræðingur og kennslustjóri á Sýklafræðideild LSH.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 6 punktar
ATH - Sama námskeið kennt fjórum sinnum.
Námskeið 1 - 26. nóvember
Námskeið 2 - 28. nóvember