Á námskeiðinu er miðað að því að veita þátttakendum innsýn í hugtakið velferðartækni og hvernig hún nýtist til að efla sjálfstæði, lífsgæði og vinnuvernd. Sérstök áhersla er lögð á hagnýtingu tæknilausna í daglegu lífi, hvort sem er á heimilinu, í umönnun, hreyfingu, félagslegri þátttöku, eigin umsjá, tjáningu eða endur-hæfingu.
Þetta hefur verið gert víða á norðurlöndunum með góðum árangri.
Leiðbeinandi: Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og sérfræðingur í velferðartækni.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar
Námskeið í staðkennslu - 7., 8. og 10. apríl