Á námskeiðinu verður stuðlað að því að efla starfsfólk í umönnunarstörfum til að vera vakandi yfir hvernig tæknin getur nýst okkur betur til að efla sjálfstæði notenda og auka frumkvæði sjúkraliða til nýta velferðartækni til að bæta almenna heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur verið gert víða á norðurlöndunum með góðum árangri.
Leiðbeinandi: Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og vörustjóri fyrir Velferð hjá Öryggismiðstöðinni.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar
Tvö námskeið í boði:
Námskeið í fjarkennslu - 20., 21. og 23. janúar
Námskeið í staðkennslu - 7., 8. og 10. apríl