Á námskeiðinu verður farið er yfir almenna fræðslu um verki, verkjastjórnun og bakslagsvarnir. Aðferðirnar sem kenndar verða byggja á hugrænni atferlismeðferð og viðtöku- og skuldbindingarmeðferð (ACT). Þátttakendur á námskeiðinu fá æfingar til að sinna á milli tíma. Við lok námskeiðs fá þátttakendur síðan æfingar sem hægt er að sinna áfram til að viðhalda þeirri þekkingu og kunnáttu sem þau öðlast til að takast betur á við bakslög í framtíðinni.
Leiðbeinandi: Torfi Már Jónsson, Sálfræðingur.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar
Tvö námskeið í boði:
Námskeið í staðkennslu - 24., 26. febrúar og 3. mars
Námskeið í fjarkennslu - 20., 24. og 26. mars