Flokkar: Námskeið

Áttin að draumastarfi

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem eru á milli starfa, í starfsendurhæfingu eða hafa áhuga á að breyta til eða skipta um starfsvettvang. Kynnt verða ýmis verkfæri og aðferðir sem þátttakendur geta nýtt til að koma sér á framfæri á vinnumarkaði. Ásamt því að stuðningur og fræðsla verða veitt varðandi atvinnutækifæri sem í boði eru.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur efli sig á uppbyggilegan og jákvæðan hátt þannig að þeir geti nýtt þau tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði. Farið er í gegnum ferðalag atvinnuleitarinnar allt frá því hvar viðkomandi er staddur í lífinu, skipulagningu í tengslum við atvinnuleit, hvar helstu tækifæri er að finna, umsóknir, atvinnuviðtalið og hvernig samskipti og hegðun geta haft áhrif á ferlið. 

Markmið

Að auka hæfni í að takast á við hraðar breytingar og kröfur vinnumarkaðarins. Einnig að auka trú á eigin getu og öðlast hugrekki til að stíga út fyrir eigið þægindarsvið og þora að taka ákvörðun varðandi stefnu í lífinu

Viðfangsefni

  • Valdefling
  • Hugrekki
  • Jákvæðni og hugarfar
  • Framkoma og tjáning
  • Ótta- eða flóttaviðbrögð
  • Persónuleg stefnumótun
  • Leiðir í atvinnuleit
  • Umsóknir
  • Atvinnuviðtalið

Hæfniviðmið

  • Að þátttakandi geti ýtt hindrunum úr vegi með því að hafa trú á eigin getu
  • Að þátttakandi geti tekið frumkvæði í atvinnuleit
  • Að þátttakandi geti skilgreint hvernig störf hann vill og hjá hvaða fyrirtækjum þau má finna
  • Að þátttakandi nýti þekkingu sína á verkfærum atvinnuleitar og auki þar með starfshæfni sína

Lengd

15. klst.

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið