Flokkar:
Námskeið
Færni á vinnumarkaði - Fyrir fatlað fólk í atvinnuleit
Fjölbreytt og skemmtileg færniþjálfun fyrir fatlað fólk í atvinnuleit sem er að stíga inn á almenna vinnumarkaðinn. Námið er unnið í samstarfi við atvinnulífið og er samsett af 70 klukkustunda námi hjá Framvegis og 110 klukkustunda starfsþjálfun á vinnustað.
Námið er 180 klst. samtals:

70 klst. í fræðslu

110 klst. í starfsþjálfun
Að námi loknu fá þátttakendur staðfestingu á hæfni með Fagbréfi atvinnullífsins.
Í boði er starfstengt nám:

Starf við endurvinnslu

Starf á lager

Starf við umönnun

Starf í leikskóla

Starf við þrif og þjónustu

Starf í verslun
Biðjum við alla áhugasama að hafa samband við okkur í síma 581-1900 eða með tölvupósti framvegis@framvegis.is
Flokkar:
Námskeið