Flokkar: Námskeið

Fullkomin ferilskrá

Námskeiðið Fullkomin ferilskrá er ætlað einstaklingum í atvinnuleit og/eða þeim sem íhuga breytingar á starfsferli. Markmið þess er að þátttakendur auki starfshæfni sína og eigi vandaða, nútímalega og faglega ferilskrá .

Farið verður í allt ferli starfsumsóknar. Lögð verður áhersla á að hver þátttakandi skilgreini eigin styrkleika og verður því byrjað á styrkleikamati. Niðurstöður þeirrar vinnu verða svo nýttar til að búa til starfsumsókn, vinna ferilskrá og kynna sig í atvinnuviðtali hvort sem einstaklingur mætir á staðinn eða fari í viðtal í gegnum fjarfundarbúnað.

Fagaðilar á hverju sviði sjá um að leiðbeina þátttakendum.

Námskeiðið er 12 klst sem dreifist á þrjú til fjögur skipti.

Kennt er á ýmsum tungumálum, t.d. íslensku, ensku, pólsku, spænsku, litháísku, arabísku og úkraínsku.

 

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið