Flokkar: Námskeið English/Polski/Español

Sterkari með tölvum

Í þessu námi er áhersla á að efla tölvunotkun og upplýsingalæsi. Námið er fyrir þau sem hafa enga eða mjög litla reynslu á þessu sviði. Hagnýtar aðferðir eru notaðar eru í kennslu  þar sem þátttakendur eru með tölvu fyrir framan sig allt námið og læra með því að gera.

Námið samanstendur af tveimur námsþáttum úr vottuðu námsleiðinni Sterkari starfskraftur; Tölvunotkun annars vegar og Notkun og framsetning upplýsinga hins vegar.

Kennt á ýmsum tungumálum, t.d. arabísku og úkraínsku.

Viðfangsefni

Fjallað er um undirstöðuatriði upplýsingalæsis og þá þætti sem lúta að skráningu, meðhöndlun, vinnslu og framsetningu gagna og upplýsinga á netinu ásamt meðferð persónuupplýsinga. Fjallað verður um tæknilæsi þar með talið netöryggi, vafra og leitarvélar. Auk þess er farið í hvernig tækjabúnaður er nýttur til að afla þekkingar og miðla henni meðal annars í formlegum samskiptum og við kaup á vöru og þjónustu.

Kynntar verða skýjalausnir, hvað felst í vinnslu, vistun og deilingu gagna. Farið verður yfir forrit sem unnið er með í skýjalausnum og skoðað hvernig hægt er að yfirfæra gögn milli opinna og lokaðra kerfa. Skoðaðar verða grunnaðferðir reikni- og ritvinnsluforrita og notkunarmöguleikar tölvupóst- og samskiptaforrita. Auk þess verður farið í fjölbreytta notkun snjalltækja. Kynntar verða leiðir til að auðvelda fólki notkun stuðningsforrita.

Hæfniviðmið

Námsmaður þjálfast í að hagnýta þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Greina á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra gagna.
  • Velja viðeigandi framsetningu gagna og upplýsinga.
  • Eiga í viðeigandi formlegum samskiptum.
  • Velja viðeigandi vafra.
  • Nota leitarvélar á markvissan hátt.
  • Greina, meta og verja persónugreinanleg gögn.
  • Vinna með gögn sem eru bundin höfundarrétti.
  • Velja sér forrit í samræmi við verkefni.
  • Hafa samskipti með rafrænum hætti.
  • Nota tölvur og snjalltæki sér til gagns.
  • Vinna með fjölbreytt tölvugögn í opnum og lokuðum kerfum.

Lengd náms

40 klst.

Verð

18.000 kr

Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið English/Polski/Español