Flokkar: Námskeið

Toppurinn

Námskeiðið Toppurinn er sérstaklega sniðið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 29 ára. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist trú á eigin getu og geti tekist á við daglega rútínu. 

Í upphafi Toppsins eru tekin einstaklingsviðtöl við alla þátttakendur og staða þeirra tekin.

Helstu áherslur á námskeiðinu eru aukin virkni þátttakenda, að hver og einn valdeflist, læri að standa með sjálfum sér og verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta er gert með styrkingu sjálfsmyndar, sjálfsumhyggju, sjálfsþekkingar og félagslegrar færni. Samhliða þessu er lögð áhersla á streitustjórnun, jákvæða sálfræði, að setja sér mörk, skjá- og tölvufíkn, fíkniráðgjöf, fjármálafræðslu, næringu, svefn og heilsu, hreyfingu og útivist ef færi gefst.

Efnistök á námskeiðinu

  • Styrking sjálfsmyndar (sjálfsumhyggja, sjálfsþekking)
  • Aukin félagsleg færni / jákvæð og uppbyggileg samskipti
  • Valdefling
  • Streitustjórnun
  • Næring, svefn og heilsa
  • Fíkniráðgjöf og skjá- og tölvufíkn
  • Fjármálafræðsla
  • Náms- og starfsráðgjöf

Lengd

54 klst

Nánari upplýsingar

Ingibjörg Kristinsdóttir, s. 581 1900ingibjorg@framvegis.is

Flokkar: Námskeið