Aftur í nám er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við lestrar- og skriftarörðugleika og hafa ekki klárað framhaldsskóla.
Markmiðið námsins er að auka hæfni þátttakenda í starfi og námi og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.
Tilgangur námsins er að styrkja þátttakendur og þjálfa í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis (dyslexia.com).
Farið er af stað með hópa í náminu þegar næg þátttaka fæst. Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.
Námsgreinar
Markmið námsins
Lokamarkmið námsins eru að námsmaður:
Inntökuskilyrði
Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Tilhögun náms
Fyrirkomulag námsins fer eftir aðstæðum hverju sinni. Þó er alltaf byrjað á að hópurinn fær sameiginlega fræðslu auk þess sem kennslan er sameiginleg í lok námsins. Athygli er vakin á því að meira en helmingur námsins er einkakennsla.
Lengd náms
65 klst (þar af 35 klst í einkakennslu með Davis leiðbeinanda).
Verð
109.000 krónur. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Einingar
Möguleiki er að stytta nám í framhaldsskóla um allt að 7 einingar.
Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is