Námið er fyrir þau sem vilja fá þjálfun í að búa til forrit og tileinka sér sjálstæð vinnubrögð og hugsun í forritunarumhverfi.
Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun er nám sem skiptist í 4 námsþætti og er ætlað að ná utan um grunnþætti forritunar í hönnun og forritun, rökhugsun, sköpun, þrautalausnir og kynna helstu forritunarmálin. Markmið námsins er að efla skilning og hæfni einstaklinga á grunnþáttum forritunar, þekkingu á uppbyggingu forrita, notkun hugtaka forritunar og að tengja saman forritunartungumál og hugtök forritunar. Þátttkendur læra hvernig hægt er að koma hugmyndum sínum í framkvæmd með hugmyndafræði forritunar, lögð er áhersla á öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu og hönnun tölvuforrita. Að loknu grunnnámi í forritun hafa einstaklingar fengið þjálfun í að búa til forrit, teymisvinnu, sjálfstæðum vinnubrögðum og greinandi hugsun í forritunarumhverfi.
Námsgreinar
Hæfniviðmið
Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Námsmaður skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Inntökuskilyrði
18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Lengd náms
80 klukkustundir.
Verð
30.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is