Flokkar: Lengra nám

Grunnnám fyrir skólaliða - Basic education of School Assistant

English: 

The course is for individuals who are interested in working with primary school children and want to strengthen their professional skills in that profession. The main task of the school asisstant is to supervise children in outdoor activities, free time, mealtimes, cleaning school premises, assisting teachers and helping children who need special support.

The course is intended for individuals 18 years and older who have a short formal schooling.

The main subjects are:

  • self-empowerment and communication skills
  • upbringing and care
  • accident prevention and first aid
  • children with special needs
  • discipline and anger management
  • games and creative work
  • responsibility and confidentiality in the school environment
  • cleaning and the environment.

Secoundary schools can asess the course for up to 6 credits.

Námsgreinar

  • Að hefja nám
  • Sjálfstyrking og samskiptatækni
  • Skipuleg vinnubrögð og upplýsingaleit
  • Starfið og ég
  • Uppeldi og umönnun
  • Slysavarnir og skyndihjálp 
  • Agi og reiðistjórnun
  • Fötluð börn og börn með sérþarfir
  • Leikur og skapandi vinna
  • Matur og næring
  • Ræsting og umhverfið 

Markmið

Lokamarkmið námsins eru að í lok námsins hafi námsmaður:

  • eflt sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa og frekara náms.
  • aukið færni sína í umgengni við börn og unglinga í skóla án aðgreiningar. 
  • aukið færni sína í að umgangast og hafa aga á börnum í grunnskólum.
  • aukið færni sína í samstarfi við samstarfsfólk og foreldra.
  • öðlast þekkingu á hvar og hvenær þagnarskylda á við.
  • aukið faglega þekkingu sína á matvælum og umgengni matvæla í skólum.
  • aukið færni sína í að veita fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp verða og bregðast rétt við á slysstað.
  • aukið færni sína í að ræsta, velja viðeigandi og umhverfisvæn hreinsiefni og umgangast þau.
  • hafi mætt a. m. k. 80% skv. stundaskrá námskeiðsins.

Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Þetta á þó ekki við um nemendur sem skrá sig í námið í gegnum verkefnið Nám er tækifæri hjá VMST.

Tilhögun náms

Lengd náms

 47 klukkustundir.

Verð  

22.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Lengra nám