Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun er skemmtileg blanda af fræðslu um heilsu og heilsueflingu. Í náminu er lögð áhersla á að taka ábyrgð á eigin heilsu, setja sér markmið um næringu og hreyfingu og kynnast fjölbreyttum aðferðum til að rækta líkama og sál.
Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu. Það er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö.
Námsgreinar
Nánari upplýsingar er að finna í námskrá.
Hæfniviðmið
Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sértil að:
Inntökuskilyrði
18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Lengd náms
300 klukkustundir
Verð
28.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is