Flokkar: Lengra nám Námskeið

Grunnnám fyrir skólaliða og íslenska

Námið Grunnnám fyrir skólaliða og íslenska –  er fyrir einstaklinga með annað móðurmál en íslensku er samstarfsverkefni Framvegis miðstöðvar símenntunar og Vinnumálastofnunnar. Námið er samansett úr tveimur vottuðum námskrám framhaldsfræðslunnar: Grunnnám fyrir skólaliða og Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Báðar námskrárnar lýsa námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Þetta er 80 klukkustunda nám með leiðbeinanda og um 20 klukkustunda vinnustaðaþjálfun á viðeigandi menntastofnun. Námið er einkum ætluð einstaklingum sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa reynslu og áhuga á að starfa með börnum í leik- eða grunnskóla.

Námsgreinar

Önnur námskráin sem er nýtt í náminu er Grunnnám fyrir skólaliða. Þetta er 40 klukkustunda nám sem er hannað sérstaklega fyrir einstaklinga sem hafa hafa áhuga á starfi með börnum í skólum og leikskólum. Námið er ætlað þeim sem hafa umsjón með börnum í útivist, á matmálstímum, á göngum og fataklefum auk þess að fylgjast með umhverfi og umgengni. Einnig nýtist námið þeim sem aðstoða kennara þegar verið er að sinna börnunum. Störf í skólum og leikskólum gera kröfur til færni í samskiptum, sérstaklega við börn og er mikil áhersla lögð á eflingu sjálfsstrausts og samskiptafærni í náminu. Sérstök áhersla er á að þátttakendur átti sig á að leikskólinn er fyrsta skólastig og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga á Íslandi og að unnið er út frá aðalnámskrá Mennta- og barnamálaráðuneytis.

Hin námskráin sem er nýtt í náminu er Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Þetta er 40 klukkustunda nám sem er ætlað að efla færni einstaklinga sem hafa annað móðurmál í íslensku. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir við að læra og bæta sig í tungumálinu. Einnig verður mikil áhersla lögð á að kynna tjáningarform og orðafæri sem notað er á leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. Markmið námsins er annars vegar að þátttakendur upplifi öryggi og sjálfsstyrk í samskiptum á íslensku og geti nýtt upplýsingatækni sér til aðstoðar og hins vegar að auðvelda þátttöku í daglegu lífi og í atvinnulífinu.

Helstu viðfangsefni sem unnið er með:

  • Sjálfsstyrking og samskiptatækni
  • Uppeldi og umönnun
  • Menntastefnur og menntun barna á Íslandi
  • Börn með sérþarfir
  • Leikur og skapandi vinna
  • Hreinlæti og umhverfið
  • Skyndihjálp og slysavarnir
  • Sjálfsstyrking og tjáning

  • Hlustun
  • Lestur

Hæfniviðmið

Inntökuskilyrði

Engin formleg inntökuskilyrði eru í námið en það er ætlað fullorðnu fólki (18 ára og eldra) sem er ekki með íslensku sem móðurmál. Æskilegt er að einstakingar hafi menntun og/eða reynslu af störfum með börnum.

Tilhögun náms

Námið skiptist jafnt á milli námsleiðanna Grunnnáms skólaliða og Skref til sjálfshjálpar (íslenskukennslu)  og um 20 klukkustunda vinnustaðaþjálfun á viðeigandi menntastofnun.

Lengd náms

80 klukkustundir með leiðbeinanda auk um 20 klukkustunda vinnustaðaþjálfunar.

Verð

Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is

Flokkar: Lengra nám Námskeið