Hagnýtt nám í skrifstofustörfum og góður undirbúningur fyrir bókaranám.
Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun eða er á leiðinni á vinnumarkaðinn að nýju eftir hlé. Einnig er námið tilvalið sem undirbúningur fyrir bókaranám. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Skrifstofuskólinn er kenndur í samstarfi við Promennt/NTV og er námið styrkt af Fræðslusjóði.
Skrifstofuskólinn hefst 19. febrúar 2025.
The Office School starts February 19th 2025.
Námsgreinar
Nánari upplýsingar er að finna í námskrá
Hæfniviðmið Skrifstofuskólans
Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Inntökuskilyrði
18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.
Tilhögun náms
Námið er í samvinnu við Promennt og kennt er í morgunhóp á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8:30-12:00. Enginn próf eru í náminu en nemendur þurfa að hafa 80% mætingu til að útskrifast. Boðið er upp á fjarnám í beinni sem þýðir að hvar sem nemendur eru staddir í heiminum geta þeir tekið þátt í kennslustundum.
Lengd náms
240 kennslustundir eða 160 klukkustundir í kennslu (námskráin er í heild 240 klukkustundir, þar af 160 með leiðbeinanda og 80 án leiðbeinanda)
Verð
74.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Einingar
Heimild er til að meta námið til allt að 16 eininga í framhaldsskóla.
Helga Tryggvadóttir hjá Framvegis, s.581 1900 eða helga@framvegis.is