Flokkar: Lengra nám Námskeið

Tæknilæsi og tölvufærni / Technical literacy and computer skills

Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt fyrirferðarmeiri og aðkallandi að mæta fólki á vinnumarkaði hvað varðar færniþróun á þessu sviði.

Að námi loknu á sá sem situr námið að hafa öðlast þekkingu og leikni sem stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart tækjum og upplýsingatækni auk þess að hafa styrkt grunnþekkingu sína og færni í upplýsingatækni. Lykilatriði að þau sem námið sitji öðlist aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi og geti þannig haldið í við nýjungar í tækniheiminum. Auk almennrar tæknifærni og læsis er í náminu fjallað um stýrikerfi, skýjalausnir, sjálfvirkni og gervigreind, öryggisvitund auk fjarvinnu og fjarnáms.

Námið er sett þannig upp að það er auðvelt verði að laga það að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu og tekið er tillit til tækniframfara og breytinga sem eiga sér stað á hverjum tíma.

Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Kennt á íslensku og ensku.

Flokkar: Lengra nám Námskeið