Tilgangur námsins er að styrkja námsfólk í grunnatriðum tölvunotkunar, ásamt því að efla sjálfstraust og samskiptahæfni nemanna. Námið nýtist í daglegu lífi og starfi og er ekki síður góður grunnur fyrir áframhaldandi nám.
Lögð er áhersla á að efla tölvunotkun og upplýsingalæsi. Námið er fyrir þau sem hafa enga eða mjög litla reynslu á þessu sviði. Hagnýtar aðferðir eru notaðar eru í kennslu þar sem þátttakendur eru með tölvu fyrir framan sig allt námið og læra með því að gera.
Námið samanstendur af tveimur námsþáttum úr vottuðu námsleiðinni Menntastoðir; Samskipti og sjálfstraust og Tölvu- og upplýsingatækni.
Kennt á ýmsum tungumálum, t.d. arabísku og úkraínsku.
Kennsla á úkraínsku hefst 31. mars 2025. Kennsla fer fram mánudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00 til 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 til 13:00. Námskeiðinu lýkur 30. apríl.
Viðfangsefni
Tilgangur námsþáttarins Samskipti og sjálfstraust er annars vegar að efla samstarfs- og samskiptahæfni þátttakenda og hins vegar er fjallað um helstu áhrifaþætti í mannlegum samskiptum, einkum áhrif sjálfstrausts á framkomu, ákveðni og óákveðni ásamt ágengni í samskiptum. Áhersla er lögð á leikni í að hlusta, gagnrýna, taka við gagnrýni og leysa ágreining. Fjölbreyttar leiðir eru notaðar til að ná hæfniviðmiðum námsþáttarins sem fræðsluaðili seturfram í kennsluáætlun. Mikilvægt er að viðfangsefni námsþáttarins fléttist inn í alla aðra námsþætti námskrárinnar.
Tilgangur námsþáttarins Tölvu og upplýsingatækni er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni. Upprifjun á reglum í siðlegum samskiptum á netinu. Áhersla er á að þjálfa nema í notkun ýmissa gagnlegra forrita í tengslum við vinnu í öðrum námsþáttum námskrárinnar. Fjallað er um almenn atriði upplýsingalæsis og um tölvubúnað og hvernig best má hagnýta vél- og hugbúnaðinn í námi og starfi. Lagt er upp úr kynningu og notkun á opnum (gjaldfrjálsum) hugbúnaði. Fjölbreyttar leiðir eru farnar til að ná hæfniviðmiðum námsþáttarins sem fræðsluaðili setur fram í kennsluáætlun.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal námsfólk búa yfir færni samkvæmt eftirfarandi hæfniviðmiðum. Nánar er vísað
til hæfniviðmiða einstakra námsþátta:
Þekking
Nemi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Lengd náms
40 klst.
Verð
18.000 kr (með túlk: 22.800,-)
Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is