Flokkar: Lengra nám

Velferðartækni

Tilgangur náms í Velferðartækni er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. 

Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. 

Við bjóðum stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Námsgreinar

  • Velferðarþjónusta og tækni
  • Stefnur og starfsumhverfi
  • Samskipti, miðlun og gagnvirkni
  • Velferðarlausnir
  • Starfsþjálfun

Nánari upplýsingar er að finna í námskrá

Hæfniviðmið 

Hæfniviðmið náms Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mikilvægi nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu
  • Hvað velferðartækni felur í sér fyrir samfélagið
  • Hvaða áhrif velferðartækni hefur á einstaklinga og lífsgæði

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina notendamiðaðar tæknilausnir
  • Nota lausnir sem hjálpa einstaklingum til að takast á við daglegt líf, stuðla að heilbrigði og lífsgæðum á eigin forsendum

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nýta aðferðir sem setja samráð við notendur og þarfir þeirra í forgrunn
  • Endurmeta og innleiða ný vinnubrögð
  • Sýna notandanum skilning og nota þá þekkingu sem skapast til að þróa nýjar lausnir
  • Vera virk í að miðla upplýsingum til notenda um þau tækifæri og áskoranir sem velferðatækni býður upp á

Inntökuskilyrði

18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.

Tilhögun náms

Námið fer fram með hefðbundinni kennslu og farið verður í heimsóknir á vettvang.

Lengd náms

40 klukkustundir. 

Verð

18.000 kr.

Nánari upplýsingar

í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is 

Flokkar: Lengra nám