Velferðartækni í umönnun – fyrir einstaklinga með annað móðurmál en íslensku er samstarfsverkefni Framvegis - miðstöðvar símenntunar og Vinnumálastofnunnar. Í þessu námi verða tvær vottaðar námskrár framhaldsfræðslunnar kenndar, annars vegar Velferðartækni og hins vegar Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Velferðartækni í umönnun er 80 klukkustunda nám með leiðbeinanda og um 20 klukkustunda vinnustaðaþjálfun á viðeigandi hjúkrunar- / umönnunarstofnun. Námið er einkum ætluð einstaklingum sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa reynslu og/eða áhuga á að í umönnun.
Námsgreinar
Námskráin Velferðartækni er 40 klukkustundir og lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og hæfni þeirra sem starfa eða hafa áhuga á að starfa við velferðarþjónustu. Markmið þess er að veita námsmönnum aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu og fleira.
Helstu námsþættir sem unnið er með:
Önnur námskráin sem unnið er með í Velferðartækni í umönnun er Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun. Þetta er 40 klukkustunda nám sem er ætlað að efla færni einstaklinga sem hafa annað móðurmál í íslensku. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir við að læra og bæta sig í tungumálinu. Einnig verður mikil áhersla lögð á að kynna tjáningarform og orðafæri sem notað er í umönnun. Markmið námsins er annars vegar að þátttakendur upplifi öryggi og sjálfsstyrk í samskiptum á íslensku og geti nýtt upplýsingatækni sér til aðstoðar og hins vegar að auðvelda þátttöku í daglegu lífi og í atvinnulífinu.
Helstu námsþættir sem unnið er með:
Hæfniviðmið
Inntökuskilyrði
Engin formleg inntökuskilyrði eru í þetta nám. Ætlað fullorðnu fólki (18 ára og eldri) sem er ekki með íslensku sem móðurmál.
Tilhögun náms
Velferðartækni í umönnun 100 klukkustundir sem skiptist á milli námsleiðanna tveggja Velferðartækni og Skref til sjálfshjálpar (íslenskukennslu). Þessum tveimur námsleiðum verður fléttað saman í kennslu sem Framvegis framkvæmir og tekur 10 vikur með vettvangsnámi sem telur +/- 20 klst.
Lengd náms
80 klukkustundir með leiðbeianda auk 20 klukkustunda vinnustaðaþjálfunar.
Verð
Nánari upplýsingar hjá Framvegis, s. 581 1900 eða í framvegis@framvegis.is