Hluti hópsins hjá Mjúk Iceland við útskrift úr Íslensku 1. Katrín kennari er fyrir miðju og Anna Mor…
Hluti hópsins hjá Mjúk Iceland við útskrift úr Íslensku 1. Katrín kennari er fyrir miðju og Anna Morris eigandi Mjúk Iceland lengst til vinstri.

Kennsla í íslensku sem annað mál fer fram hjá okkur í Framvegis auk þess sem við mætum í fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, allt eftir því hvað hentar. Fjarkennsla er einnig möguleiki. Við erum sveigjanleg og tilbúin í að ræða útfærslur á samstarfi við þau sem vilja styrkja íslenskufærni hjá sínu fólki. Boðið er upp á fjölbreyttar leiðir fyrir byrjendur og lengra komna þar sem áhersla er lögð á talað mál og tjáningu. Notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir sem æfa hlustun, ritun og lestur og er málfræði fléttuð inn kennsluna. Kennt er á ýmsum tungumálum, t.d. íslensku, ensku, spænsku og arabísku.
Við kennum íslensku sem annað mál hjá fyrirtækinu Mjúk Iceland þar sem kennari frá Framvegis mætir í fyrirtækið tvisvar í viku. Það gengur skínandi vel og bæði starfsfólk og eigendur eru mjög ánægð með kennsluna. Anna Morris eigandi Mjúk Iceland sendi okkur þessa umsögn sem gladdi okkur mjög:
„As an owner of a small but very diverse company, I thought it would be great to have Icelandic lessons at our premises. It proved to be very convenient and fun for our team. This way they are more motivated and productive in learning. Our teacher Katrin is absolutely amazing. She keeps a perfect balance of discipline and fun and uses so many interesting learning methods, that everyone in the group is constantly engaged in the class. We tried other schools, but this one is a real treasure. Everyone is very happy with the course. Now we passed our first tests and started next level.“