Kynningarfundurinn verður 1. september kl. 11:00-11:30 á Zoom á þessari slóð https://us02web.zoom.us/j/81009574662 og eru allir velkomnir. 

Í stuttu máli þá er í raunfærnimati á sjúkraliðabraut farið yfir reynslu þína og þekkingu og hún metin til eininga á brautinni. Litið er svo á að það skipti ekki máli hvar þú öðlaðist færnina, ef þú hefur hana þá einfaldlega hefur þú hana.

Þannig er í raunfærnimati metin sú færni og þekking sem þú býrð yfir. Færni má ná með ýmsum hætti til dæmis í gegnum starfsreynslu, starfsnám, frístundir og nám. Þetta getur verið bæði formlegt nám, sem fram fer innan skólakerfisins og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins, t.d. í starfi. Raunfærnimat er mat á þeirri raunfærni sem viðkomandi hefur og eðlilegt að meta hana óháð því hvernig hennar hefur verið aflað

Raunfærnimatið er óháð búsetu þátttakenda og fer fram rafrænt að miklu leyti.

Nánari upplýsingar um þetta raunfærnimat er að finna hér á síðunni undir Þjónusta og Raunfærnimat.